lau 01. maí 2021 11:00
Aksentije Milisic
Gylfi Þór: Íslensk nátt­úra er svo ótrú­leg og tog­ar í mig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og landsliðsmaður Íslands, talar vel um Ísland og segir að hann sé farinn að hugsa fram í tímann um að flytja heim aftur.

Gylfi var í viðtali við Sportveiðiblaðið en þar er rætt við hann um áhuga hans á stang­veiði og framtíðaráformin.

„Ég er búinn að búa lengur hér úti heldur en á Íslandi. Maður er alveg farinn að hugsa fram í tímann þegar maður hættir í boltanum og flytur heim aftur," sagði Gylfi á meðal annars í viðtalinu.

„Ég hlakka mjög mikið til að koma aft­ur heim. Þetta hef­ur aðeins verið að áger­ast síðustu árin og þar spil­ar veiðin líka sterkt inn í. Íslensk nátt­úra er svo ótrú­leg og tog­ar í mig. Ég hlakka al­veg til að geta hitt fjöl­skyldu og vini aft­ur án þess að þurfa alltaf að vera að drífa sig inn­an tveggja vikna á hverju sumri," sagði Gylfi við Sportveiðiblaðið.

Gylfi og félagar í Everton mæta Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld klukkan 19.

Athugasemdir
banner
banner