Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   lau 01. maí 2021 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spá þjálfara í 2. deildinni: 5. sæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jeffrey Monakana.
Jeffrey Monakana.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Ívan
Alexander Ívan
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fyrirliðinn Jakob Hafsteinsson
Fyrirliðinn Jakob Hafsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. Magni 66 stig*
6. ÍR 66 stig
7. KV 52 stig*
8. KF 52 stig
9. Kári 39 stig
10. Reynir S. 36 stig
11. Fjarðabyggð 35 stig
12. Völsungur 33 stig

*KV var hæst spáð 4. sæti en KF var hæst spáð 5. sæti.
*Magna var hæst spáð efsta sæti en ÍR hæst spáð 4. sæti

Lokastaða í fyrra: Magni endaði í 11. sæti Lengjudeildarinnar og féll á markatölu, liðinu vantaði eitt mark upp á að halda sér í næstefstu deild. Heimavöllurinn var mjög dapur í fyrra, einungis sex stig tekin þar. Neðstu liðin skoruðu alls ekki mörg mörk en Magni fékk á sig of mörg mörk í fyrra - augljóslega.

Þjálfarinn: Sveinn Þór Steingrímsson tók við liðinu haustið 2019 og hélt liðinu uppi það ár. Hann var eitthvað að vinna með 'Jordan effect' sálfræðina í fyrra og virtist það ganga ágætlega á tímabili en ekki nægilega vel til að félagið héldi sér uppi.

Álit Ástríðunnar:
Hlaðvarpsþátturinn Ástríðan er leiðandi í umfjöllun um 2. deild. Þáttarstjórnendur gefa sitt álit á liðunum fyrir mót.

Ástríðan segir – Magni
„Magni Grenivík féll í fyrra úr Lengjudeildinni á afar umdeildan hátt. Mikill pirringur skapast í kjölfarið sem við í Ástríðunni skiljum mjög vel, og spurning hvernig þeir koma stemmdir inn í tímabilið í ár. Nokkrir lykilleikmenn eru farnir á braut en í stað eru komnir aðrir menn sem taka við keflinu. "


Styrkleikar: „Magni hefur í gegnum tíðina átt góðan heimavöll sem erfitt er að fara og sækja stig á. Þeir hafa sótt erlenda leikmenn í fremstu stöður sínar og ef þeir standa undir þeim væntingum sem Magnamenn setja á þá, þá verður sóknarleikurinn þeirra í fyrirrúmi. Magnamenn hafa alltaf verið baráttuglaðir og gefast sjaldan upp, og mun það fleyta þeim áfram langt. "

Veikleikar: „Leikmenn horfnir á braut sem hafa spilað stórt hlutverk hjá Magna undanfarin ár. Stubbur markmaður þeirra er farinn, en hann hefur reynst Magnamönnum vel. Steingrímur Ingi, ungur markmaður mun verja mark Magnamanna í sumar og verður áhugavert að sjá hvernig hann mun standa sig. Varnarleikurinn verður spurningamerki, en Magni fékk of mörg mörk á sig í fyrra."

Lykilmenn: Dominic Vose, Idelino Goes Colubali og Jeffrey Monakana.

Gaman að fylgjast með: Steingrímur Ingi Gunnarsson. Markvörðurinn er að fá sénsinn og verður fróðlegt að sjá hversu vel hann stendur sig.

Komnir:
Angantýr Máni Gautason frá KA (lán)
Dominic Vose frá Englandi
Idelino Goes Colubali frá Albaníu
Jeffrey Monakana frá Fjölni
Jón Óskar Sigurðsson frá Þór
Kristján Már Guðmundsson frá KA
Sveinn Sigurbjörnsson frá KA
Tómas Arnarson frá Þór
Tómas Veigar Eiríksson frá KA (lán)
Tómas Þórðarson frá KA

Farnir:
Björn Andri Ingólfsson í Einherja (lán)
Costi Lautaru England
Frosti Brynjólfsson í Hauka
Gauti Gautason hættur
Helgi Snær Agnarsson í Einherja
Kairo Asa Jacob Edwards-John í Þrótt R.
Kristinn Þór Rósbergsson í Dalvík
Louis Aaron Wardle England
Ottó Björn Óðinsson í Dalvík (var á láni)
Steinþór Már Auðunsson í KA

Fyrstu þrír leikir:
8. maí KV úti
15. maí Njarðvík heima
21. maí Fjarðabyggð úti

Sjá einnig:
Hin hliðin - Alexander Ívan Bjarnason
Athugasemdir
banner
banner
banner