Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
   mán 01. júlí 2013 21:29
Brynjar Ingi Erluson
Harpa Þorsteinsdóttir: Mjög barnalegt og ég biðst afsökunar
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna, var ánægð með sigur liðsins á Blikum í kvöld, en Stjarnan er nú með átta stiga forskot á toppnum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Stjarnan

,,Jú þetta var mjög góður sigur, sterkur sigur í dag og þetta var mjög erfitt að koma hingað, við vissum að þær voru búnar að peppa sig vel fyrir þennan leik og voru með miklar yfirlýsingar og ég er glöð að við stóðumst pressuna, héldum okkar skipulagi og náðum sigri í dag," sagði Harpa.

Harpa fékk að líta beint rautt spjald á 66. mínútu, en hún og Mist Elíasdóttir voru að kljást mikið í leiknum og fékk Harpa rautt fyrir að sparka Mist niður.

,,Hún fíflaði mig útaf, hún var búin að sparka ofan á ristina á mér í föstum leikatriðum þegar dómarinn sá ekki til. Ég missi stjórn á skapinu mínu í augnablik og línuvörðurinn sá bara það augnablik sem var mjög leiðinlegt fyrir mig. Ég danglaði löppinni, ég ætlaði aldrei að meiða hana þetta var í pirringi."

,,Þetta var mjög barnalegt af mér og ég biðst afsökunar fyrir að hafa látið svona."


Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner