Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   lau 16. ágúst 2025 22:14
Ívan Guðjón Baldursson
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samantha Smith var hetja Breiðabliks í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag þar sem hún skoraði tvennu til að tryggja sigur gegn FH.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Breiðablik

FH tók forystuna í tvígang í venjulegum leiktíma og gerði Sammy Smith fyrsta jöfnunarmarkið. Staðan var 2-2 eftir 90 mínútur svo grípa þurfti til framlengingar og þar skoraði Sammy sigurmarkið.

„Ég er svo ánægð með að vera partur af þessum leikmannahópi og stolt að vinna bikarinn. Stuðningurinn var stórkostlegur. Það var frábært að hafa allt stuðningsfólkið og alla krakkana sem ég er að þjálfa á vellinum. Stuðningurinn var magnaður og hjálpaði okkur að vinna úrslitaleikinn," sagði Sammy að leikslokum.

„Þetta var rosalega erfiður leikur gegn mjög sterkum andstæðingum. FH er með frábært lið, ég er mjög ánægð að við náðum að hafa betur í endan."

Samantha var svo spurð út í sigurmarkið og framhaldið út tímabilið.

„Ég var akkúrat búin að vera að æfa þessa tegund af slútti með Nik þjálfara og það er frábært að sjá það skila sér strax í svona mikilvægum leik. Ég á það til að flækja hlutina í svona stöðum í staðinn fyrir að leggja boltann bara í netið.

„Við höfum enn margt til að spila uppá en við erum að taka þetta einn leik í einu. Við erum í titilbaráttu í Bestu deildinni og svo erum við líka í Meistaradeildinni."


   16.08.2025 18:56
Mjólkurbikar kvenna: Breiðablik bikarmeistari eftir þriggja ára bið



Athugasemdir