Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   lau 16. ágúst 2025 22:14
Ívan Guðjón Baldursson
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samantha Smith var hetja Breiðabliks í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag þar sem hún skoraði tvennu til að tryggja sigur gegn FH.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Breiðablik

FH tók forystuna í tvígang í venjulegum leiktíma og gerði Sammy Smith fyrsta jöfnunarmarkið. Staðan var 2-2 eftir 90 mínútur svo grípa þurfti til framlengingar og þar skoraði Sammy sigurmarkið.

„Ég er svo ánægð með að vera partur af þessum leikmannahópi og stolt að vinna bikarinn. Stuðningurinn var stórkostlegur. Það var frábært að hafa allt stuðningsfólkið og alla krakkana sem ég er að þjálfa á vellinum. Stuðningurinn var magnaður og hjálpaði okkur að vinna úrslitaleikinn," sagði Sammy að leikslokum.

„Þetta var rosalega erfiður leikur gegn mjög sterkum andstæðingum. FH er með frábært lið, ég er mjög ánægð að við náðum að hafa betur í endan."

Samantha var svo spurð út í sigurmarkið og framhaldið út tímabilið.

„Ég var akkúrat búin að vera að æfa þessa tegund af slútti með Nik þjálfara og það er frábært að sjá það skila sér strax í svona mikilvægum leik. Ég á það til að flækja hlutina í svona stöðum í staðinn fyrir að leggja boltann bara í netið.

„Við höfum enn margt til að spila uppá en við erum að taka þetta einn leik í einu. Við erum í titilbaráttu í Bestu deildinni og svo erum við líka í Meistaradeildinni."


   16.08.2025 18:56
Mjólkurbikar kvenna: Breiðablik bikarmeistari eftir þriggja ára bið



Athugasemdir
banner
banner
banner