Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   lau 16. ágúst 2025 22:14
Ívan Guðjón Baldursson
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samantha Smith var hetja Breiðabliks í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag þar sem hún skoraði tvennu til að tryggja sigur gegn FH.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Breiðablik

FH tók forystuna í tvígang í venjulegum leiktíma og gerði Sammy Smith fyrsta jöfnunarmarkið. Staðan var 2-2 eftir 90 mínútur svo grípa þurfti til framlengingar og þar skoraði Sammy sigurmarkið.

„Ég er svo ánægð með að vera partur af þessum leikmannahópi og stolt að vinna bikarinn. Stuðningurinn var stórkostlegur. Það var frábært að hafa allt stuðningsfólkið og alla krakkana sem ég er að þjálfa á vellinum. Stuðningurinn var magnaður og hjálpaði okkur að vinna úrslitaleikinn," sagði Sammy að leikslokum.

„Þetta var rosalega erfiður leikur gegn mjög sterkum andstæðingum. FH er með frábært lið, ég er mjög ánægð að við náðum að hafa betur í endan."

Samantha var svo spurð út í sigurmarkið og framhaldið út tímabilið.

„Ég var akkúrat búin að vera að æfa þessa tegund af slútti með Nik þjálfara og það er frábært að sjá það skila sér strax í svona mikilvægum leik. Ég á það til að flækja hlutina í svona stöðum í staðinn fyrir að leggja boltann bara í netið.

„Við höfum enn margt til að spila uppá en við erum að taka þetta einn leik í einu. Við erum í titilbaráttu í Bestu deildinni og svo erum við líka í Meistaradeildinni."


   16.08.2025 18:56
Mjólkurbikar kvenna: Breiðablik bikarmeistari eftir þriggja ára bið



Athugasemdir
banner