Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 21:23
Ívan Guðjón Baldursson
Brynjólfur hetjan í Hollandi - Arnór og Ari skoruðu í Íslendingaslag
Mynd: Groningen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Elfsborg
Mynd: EPA
Þetta hefur verið nokkuð góður dagur fyrir atvinnumennina okkar sem leika erlendis þar sem Íslendingar héldu áfram að skora í síðustu leikjum dagsins.

Brynjólfur Andersen Willumsson var hetja Groningen í efstu deild hollenska boltans þar sem hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn Heerenveen.

Gestirnir í liði Heerenveen tóku forystuna eftir stundarfjórðung en Brynjólfur jafnaði fyrir leikhlé. Það ríkti nokkuð jafnræði á vellinum en það tókst engum að skora fyrr en seint í uppbótartíma. Þar var Brynjólfur aftur á ferðinni og fagnaði hann dátt. Hann reif sig úr treyjunni og uppskar gult spjald.

Liðin áttust við í 2. umferð deildartímabilsins og er Groningen með þrjú stig eftir stórt tap gegn AZ Alkmaar í fyrstu umferð.

Norrköping tók á móti Elfsborg í Íslendingaslag þar sem heimamenn tóku forystuna snemma leiks. Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson voru í byrjunarliði heimamanna með Jónatan Guðna Arnarsson á bekknum.

Ari Sigurpálsson var þá í byrjunarliði Elfsborg með Júlíus Magnússon á bekknum. Ari jafnaði metin í síðari hálfleik en það dugði ekki til því Arnór Ingvi gerði sigurmarkið tíu mínútum síðar af vítapunktinum. Lokatölur 2-1 fyrir Norrköping.

Þetta er afar dýrmætur sigur fyrir Norrköping sem er núna komið sjö stigum frá fallsæti á erfiðu tímabili. Þetta eru hins vegar gríðarleg vonbrigði fyrir Elfsborg sem missti þarna af tækifæri til að klifra uppfyrir Malmö og í þriðja sæti sænsku deildarinnar.

Óskar Tor Sverrisson var þá í byrjunarliði Ariana sem tapaði fyrir Ljungskile í þriðju efstu deild.

Tómas Bent Magnússon var svo í byrjunarliði Hearts sem spilaði við St. Mirren í 16-liða úrslitum skoska deildabikarsins.

Tómas fékk gult spjald eftir fimm mínútur og var Hearts 1-0 undir í leikhlé. Þjálfarinn gerði þá þrefalda skiptingu og breytti um leikkerfi og var Tómas Bent einn þeirra sem var fórnað.

Hearts jafnaði í síðari hálfleik og var ekki meira skorað í venjulegum leiktíma eða framlengingu, svo grípa þurfti til vítakeppni. Þar hafði St. Mirren betur.

Í efstu deild pólska boltans lék Gísli Gottskálk Þórðarson fyrstu 75 mínúturnar í 1-1 jafntefli Lech Poznan á heimavelli gegn Korona Kielce.

Lech er með 7 stig eftir 4 umferðir, þremur stigum frá toppliðunum.

Triestina er að lokum dottið úr leik í neðri deilda bikarnum á Ítalíu en Kristófer Jónsson er samningsbundinn liðinu.

Andri Lucas Guðjohnsen var þá ekki í hóp hjá Gent sem gerði jafntefli við KV Mechelen í fjórðu umferð belgísku deildarinnar. Andri er eftirsóttur af FC Utrecht og Preston North End og verður líklega seldur fyrir gluggalok.

   16.08.2025 15:06
Daníel Tristan skoraði og lagði upp - Ísak Snær óstöðvandi


Groningen 2 - 1 Heerenveen
0-1 J. Trenskow ('15)
1-1 Brynjólfur Andersen Willumsson ('29)
2-1 Brynjólfur Andersen Willumsson ('94)

Norrköping 2 - 1 Elfsborg
1-0 David Moberg Karlsson ('18)
1-1 Ari Sigurpálsson ('68)
2-1 Arnór Ingvi Traustason ('78, víti)

Ljungskile 3 - 1 Ariana

Arzignano 2 - 1 Triestina

St. Mirren 1 - 1 Hearts

Lech Poznan 1 - 1 Korona Kielce

KV Mechelen 1 - 1 Gent

Athugasemdir
banner
banner