Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 21:37
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Orri Steinn kom við sögu í Valencia
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tveimur síðustu leikjum kvöldsins er lokið í efstu deild spænska boltans þar sem Valencia og Real Sociedad skildu jöfn, 1-1.

Staðan var markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik en heimamenn náðu svo forystunni í síðari hálfleik. Diego López kláraði af stuttu færi eftir góðan bolta fyrir markið frá Dani Raba.

Þremur mínútum síðar jafnaði Takefusa Kubo metin eftir flottan undirbúning frá Brais Méndez. Staðan var því orðin 1-1 á 60. mínútu.

Lærisveinar Carlos Corberán í liði Valencia voru sterkari á lokakaflanum en tókst ekki að skora framhjá skipulagðri vörn Real Sociedad.

Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum á 68. mínútu en tókst ekki að gera sigurmark. Lokatölur urðu 1-1.

Á sama tíma hafði Alavés betur gegn Levante en staðan var 1-1 allt þar til í uppbótartíma. Nahuel Tenaglia gerði verðskuldað sigurmark heimamanna í liði Alavés á 92. mínútu.

Valencia 1 - 1 Real Sociedad
1-0 Diego Lopez Noguerol ('57 )
1-1 Takefusa Kubo ('60 )

Alaves 2 - 1 Levante
1-0 Toni Martinez ('36 )
1-1 Jeremy Toljan ('68 )
2-1 Nahuel Tenaglia ('92)
Athugasemdir
banner