Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
Birta Georgs: Hugsa um einn leik í einu og spyrja svo að leikslokum.
Ákvörðun sem kom Matta á óvart - „Ekki mitt að tala um, hann verður að svara fyrir þetta"
Heimsóknin - Kormákur/Hvöt og Ýmir
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
Haddi Jónasar: Erum á miklu betri stað núna en við vorum á fyrir tveimur mánuðum
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
   þri 01. júlí 2014 22:49
Mist Rúnarsdóttir
Teddi: Litlu liðin fá litla hjálp
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net náði tali af Theodóri Sveinjónssyni þjálfara Aftureldingar eftir 4-0 tapið gegn Breiðablik í Pepsi-deildinni fyrr í kvöld. Við spurðum Tedda út í leikinn.

„Svekkjandi og ekki svekkjandi. Það getur náttúrulega enginn búist við því að koma hér á Kópavogsvöll og spila á móti þessu frábæra Breiðabliksliði og fá eitthvað út úr því. Við héldum þeim til baka í fyrri hálfleik. Fengum þarna eitt klaufamark á okkur þar sem við vorum í bíó að borða popp og kók í stað þess að setja pressu á manninn með boltann þegar markmaðurinn var kominn af línu. En fyrir utan það þá héldum við þeim frá okkur í fyrri hálfleik allavegana.“

„Svo vorum við ekki tilbúnar þegar leikurinn byrjaði og fengum mark strax á okkur. Ég hefði viljað fá aðeins öðruvísi úrslit. Það var mikið lagt í þennan leik. Mikil varnarvinna en þetta er gott Breiðablikslið og þær refsa manni eins og skot.“

Fyrri hálfleikur var vel leikinn af hálfu Aftureldingar en liðið gaf eftir í þeim síðari. Aðspurður sagðist Teddi hafa þurft að gera breytingar á liðinu sem riðluðu leik liðsins.

„Ég þarf að taka fyrirliðann útaf. Hún byrjaði leikinn svona hálftæp. Lilja sem er í láni hjá okkur hefur verið að spila þessa stöðu og má náttúrulega ekki spila á móti sínu gamla liði, sem er eðlilegt vegna samninga. Ég læt fyrirliðann minn, Söndru Dögg, sem er hálftæp fara í þessa stöðu. Það riðlaði svolítið okkar leik en það á maður að koma í manns stað og við hefðum þurft að gera betur.“

Umdeilt atvik átti sér stað eftir rúmlega hálftímaleik en þá virtist Aldís Kara Lúðvíksdóttir leikmaður Breiðabliks sparka til Helen Lynskey án þess að boltinn væri nærri. Stuðningsmenn Aftureldingar létu heyra í sér í stúkunnni þegar Bríet Bragadóttir lyfti aðeins gulu spjaldi á Aldísi fyrir brotið. Við spurðum Tedda út í atvikið.

„Maður er náttúrulega búinn að upplifa það dálítið í deildinni að litlu liðin fá litla hjálp. Ég fer til Akureyrar þar sem leikmaður minn kemst einn á móti markmanni í byrjun leiks, á áttundu mínútu. Markmaðurinn tekur hana niður. Tekur ekkert boltann og leikmaðurinn minn fær gult spjald fyrir leikaraskap. Það er náttúrulega game changing hlutur og aftur núna. Aldís Kara er frábær leikmaður en gleymir sér í smá stund og sparkar í átt að leikmanni hjá mér þegar boltinn er ekki nálægt. Ég spurði dómarann af hverju hún dæmdi ekki rautt og hún sagði að hún hefði ekki verið að sparka í átt að leikmanninum. Dómarinn dæmir og tekur ákvarðanir um þetta en eins og ég segi þá var þetta rautt spjald fyrir mér. En dómarinn ræður.“

„Við höldum bara áfram að vinna í okkar hlutum og því sem við þurfum að vinna í. Við höldum áfram að berjast. Við vissum að þetta yrði erfið fjallganga og það kemur mér ekkert á óvart. Við þurfum að berjast öllum stigunum en ég get lofað hinum liðunum að þau þurfa að hafa fyrir því að spila á móti okkur og við höldum bara áfram. Þetta er bara einn leikur af mörgum og við gefumst ekkert upp.t Þær eru vanar þessu í Mosó,“
sagði Theodór að lokum en hægt er að horfa á viðtalið við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner