Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 01. júlí 2020 22:18
Fótbolti.net
KA skoðar að fá Callum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA er sagt vera skoða þann möguleika að fá varnarmanninn öfluga Callum Williams aftur til félagsins. Hinn 29 ára gamli Callum þekkir vel til KA en hann kom til félagsins árið 2015 og á að baki 97 leiki í deild og bikar fyrir KA.

„Callum er kominn í vinnu út í Bretlandi sem hann hefur verið að sækjast eftir. Hann er ólíklegur eins og staðan er í dag en við ætlum að taka samtal við hann í janúar," sagði Sævar Pétursson framkvæmdarstjóri KA, um Callum, í KA hlaðvarpinu fyrir áramót.

Hallgrímur Jónasson var borinn af velli gegn Leikni í Mjólkurbikarnum á dögunum eftir ljóta tæklingu frá leikmanni Leiknis og ljóst er að hann verður frá út tímabilið.

Hlaðvarpið Boltinn á Norðurlandi segir frá því að KA er að skoða þann möguleika að fá Callum til liðsins í sumar en spurning er hvort þeim takist það vegna vinnu sem Callum er í hjá Leeds United á Englandi.

„Það var lítill fugl sem hvíslaði mér því að þeir væru að reyna fá Callum aftur. Þeir hafa verið að heyra í honum," sagði Aksentije Milisic.

„Fyrir KA menn eru þetta bara geggjaðar fréttir vegna þess að þetta er einhver vanmetnasti leikmaður í þessari deild og ég skil ekki af hverju hann hefur í gegnum tíðina ekki fengið meiri athygli. Þetta er geggjaður miðvörður, alltaf rétt staðsettur, stöðugur, gerir aldrei mistök og skilar alltaf sínu," sagði Ólafur Jóhann um málið.

„Þeir hafa heyrt í honum en ég hef ekki hugmynd hvort hann fái eitthvað leyfi til að koma eða hvernig standi hann er í," bætti Aci við.

„Þeir sem vita ekki allt um hann, þessi gæji er bara 29 ára. Ef hann er í standi þá yrði hann bara einn af lykilmönnunum í þessu KA liði," sagði Ólafur.

Sæbjörn Þór sagði þá að Callum þyrfti ekki að hafa félagsskipti því hann er ennþá skráður í KA. Callum var valinn besti leikmaður KA árið 2018.



Boltinn á Norðurlandi: Sama uppskrift hjá Þór og Íslandsmeistari kom í heimsókn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner