mið 01. júlí 2020 14:10
Elvar Geir Magnússon
Wigan í greiðslustöðvun - Reynt að bjarga félaginu
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Wigan Athletic hefur tilkynnt að félagið sé komið í greiðslustöðvun. Wigan er í 14. sæti í Championship-deildinni en félagið er í viðræðum við aðila til að reyna að bjarga félaginu frá gjaldþroti.

„Okkar markmið er að tryggja það að félagið klári alla leikina á þessu tímabili og finna áhugaverða fjárfesta til að bjarga fótboltafélaginu Wigan og störfum þeirra sem vinna fyrir félagið," segir Gerald Krasner, fyrrum stjórnarformaður Leeds, sem hefur verið ráðinn til Wigan til að vinna í að bjarga félaginu.

„Frestun á tímabilinu vegna Covid-19 hefur haft mikil áhrif á fjárhagsstöðu félagsins."
Athugasemdir
banner
banner