Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fös 19. desember 2025 00:52
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, tók margt jákvætt út úr 3-1 tapinu gegn Strasbourg í Sambandsdeildinni í kvöld, en hann fór yfir leikinn og framhaldið í viðtali við Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Strasbourg 3 -  1 Breiðablik

Blikaliðið sýndi það að það getur staðið í stærstu liðunum í Sambandsdeildinni.

Það náði jafntefli gegn Samsunspor fyrr í keppninni og hélt þá gríðarlega sterku liði Strasbourg í Frakklandi, en Frakkarnir kláruðu leikinn ekki fyrr en á lokamínútunum.

„Heilt yfir kannski stoltur af framlaginu og mörgu leyti frammistöðunni. Fúll yfir niðurstöðunni en gerðum margt mjög vel en því miður var það ekki nóg.“

„Það var frábært og rétt sem þú segir. Þetta tók smá tíma og lengi í gang. Aðeins ragir í pressunni og pínu óöruggir á boltann, unnum okkur jafnt og þétt inn í þetta og eftir tuttugu mínútur fá fannst mér við gera mjög vel og áttum fimm mínútur fram að marki mjög gott móment. Við fáum stangarskot og erum að banka og því sætt að fá jöfnunarmarkið og fara inn í hálfleikinn í 1-1.“

„Ánægður með framlagið, frammistöðuna og vinnusemina. Við vissum að við værum að spila á móti toppliði í góðri deild, segjandi það fannst mér við vera pínu klaufar. Við fengum móment þar sem við vorum aðeins of gráðugir að komast upp völlinn og reynum úrslitasendingar á stundum þar sem við áttum að stíga á hann og halda betur í boltann og snúa leiknum okkur í vil. Við vorum að fá bylgjur á okkur og komu þessi móment inn á milli þar sem við hefðum getað verið örlítið sniðugri í mómentinu að ekki taka endilega fyrsta hlaup, bíða aðeins og flytja okkur upp völlinn því við gerðum það vel á köflum. Fannst við leysa pressuna og hefðum mátt gera meira af því í seinni hálfleik til að geta hvílt okkur aðeins á boltanum. Við vorum pínu óþolinmóðir og hleyptum leiknum upp í að fá á okkur hverja bylgjuna á fætur annarri.“

„Við vissum það alveg fyrir leik en við erum pínu svekktir að við fáum sláarskot í 2-1 og mögulega hefðum við getað stolið þessu,“
sagði Ólafur Ingi.

Hann segir að hann, þjálfarateymið og leikmenn geti tekið margt úr þessari keppni inn í næsta tímabil.

„Klárlega og tökum fullt út úr þessum leik og lærum af þessum mistökum og mikið sjálfstraust líka að strákarnir séu að standa í hörkuliði. Við tökum þetta með inn í næsta tímabil,“ sagði Ólafur Ingi enn fremur en hann ræðir einnig um Damir Muminovic, Jónatan Guðna Arnarsson og andlát Åge Hareide í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner