Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. júlí 2022 23:42
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Víðir batt enda á þriggja leikja sigurhrinu ÍH
Víðir vann góðan 2-0 sigur á ÍH
Víðir vann góðan 2-0 sigur á ÍH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir vermir toppsæti 3. deildar karla eftir 2-0 sigur á ÍH í kvöld og batt liðið þar með enda á þriggja leikja sigurhrinu Hafnarfjarðarliðsins.

ÍH byrjaði mótið illa og tapaði fyrstu fimm leikjum deildarinnar en vann síðan næstu þrjá.

Víðir hefur á meðan verið með gott jafnvægi. Liðið vann sjötta leik sinn í deildinni í kvöld en bæði mörk liðsins komu á fyrstu níu mínútunum. Cristovao A. F. Da S. Martins gerði fyrsta markið á 4. mínútu áður en Stefán Birgir Jóhannesson tvöfaldaði forystuna fimm mínútum síðar með marki úr vítaspyrnu.

Þessi sigur Víðis fleytir þeim á toppinn en liðið er með 19 stig eftir fyrstu níu leikina.

Augnablik vann þá magnaðan, 3-2, endurkomusigur gegn KFS frá Vestmannaeyjum. KFS náði tveggja marka forystu í leiknum en Augnablik kom til baka og gerði þrjú mörk. Nökkvi Egilsson gerði tvö mörk fyrir Augnablik sem er í 5. sæti með 14 stig.

Úrslit og markaskorarar:

ÍH 0 - 2 Víðir
0-1 Cristovao A. F. Da S. Martins ('4 )
0-2 Stefán Birgir Jóhannesson ('9 , Mark úr víti)

Augnablik 3 - 2 KFS
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner