Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   fös 01. júlí 2022 22:16
Haraldur Örn Haraldsson
Magnús Már: Ekki búið fyrr en feita konan syngur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar hafði blendnar tilfinningar eftir að liðið hans gerði 2-2 jafntefli við Fylki í kvöld. Afturelding jafnaði leikinn á 92. mínútu en Magnúsi fannst sitt lið jafnvel eiga sigurinn skilið.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 Afturelding

„Sáttur að fá stigið úr því sem komið var, við vorum náttúrulega búnir að grafa okkur ofan í smá holu með því að vera 2-0 undir í hálfleik og áttum það ekki skilið fannst mér. Mér fannst óþarfi að fá þessi 2 mörk á okkur og svo vorum við klárlega búnir að fá færi til þess að skora í þessum fyrri hálfleik þannig við vorum búnir að grafa svona full djúpa holu í hálfleik en við vorum staðráðnir í því að við værum ekki að fara tapa þessum fótboltaleik. Við komum flottir inn í seinni hálfleikinn og héldum áfram að spila vel eins og við gerðum í fyrri og uppskárum samkvæmt því. Uppskárum það sem við áttum skilið fannst mér og mér finnst þetta stig fyllilega skilið miðað við spilamennsku svo var ég ánægður með karakterinn hjá strákunum og þetta er aldrei búið fyrr en feita konan syngur."

Afturelding fékk 2 mörk á sig í fyrri hálfleik sem hefði léttilega verið hægt að koma í veg fyrir og slíkur klaufagangur gæti verið áhyggjuefni.

„Nei. Fyrsta markið kemur bara einfaldlega útaf því að við erum að spila út frá marki sem við höfum gert í sumar. Við höfum skorað mörk eftir að hafa spilað upp allan völlinn þannig að það er eitthvað sem ég legg upp með og er okkar leikstíll en það getur komið fyrir að það klikki og við fáum mark í andlitið en sem betur fer er það í færri skipti heldur en þegar við náum að spila út úr því og uppskera. Það er bara eitthvað sem ég tek á mig og fylgir leikstílnum hjá okkur að þetta gerist."

Eftir 7 leiki hafði Afturelding aðeins skorað 6 mörk í deildinni en nú 2 leikjum seinna hefur talan tvöfaldast og er komin upp í 12. Þetta hlýtur að vera merki um að þetta sé að lagast.

„Já já, þetta er allt að koma og ég held að miðað við færin sem við sköpuðum í dag hefðum við auðveldlega getað skorað fleiri mörk. Þannig já þetta er allt að koma hjá okkur og ég er alveg sannfærður um það að við munum skora fleiri mörk í næstu leikjum og að þetta sé allt saman á uppleið hjá okkur."

Leikmannamarkaðurinn opnaðist í dag og Afturelding ætlar að skoða nýja leikmenn.

„Já við gerum eitthvað og bætum við góðan hóp hjá okkur. Já ég hugsa að við munum bæta eitthvað við."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Magnús talar meira um Sigga Bond og nýan spænskan framherja.


Athugasemdir