Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
   mán 01. júlí 2024 12:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Því miður fáum við ekki að njóta krafta hans lengur"
Lengjudeildin
Helgi Hafsteinn Jóhannsson.
Helgi Hafsteinn Jóhannsson.
Mynd: Grindavík
„Helgi Hafsteinn er á leið til Álaborgar. Það er búið að vera í pípunum lengi og við vissum af því," sagði Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, við Fótbolta.net í gær.

Helgi Hafsteinn Jóhannsson er á 16. aldursári, 2008 módel, og skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark með Grindavík núna á dögunum. Hann er sóknarsinnaður miðjumaður og mjög efnilegur.

Álaborg var í dönsku B-deildinni en er á leið upp í deild þeirra bestu. U19 landsliðsmaðurinn Nóel Atli Arnórsson (2006) er leikmaður liðsins.

„Því miður fáum við ekki að njóta krafta hans lengur en vonandi snýr hann bara aftur eftir svona 15-20 ár og tekur nokkra leiki fyrir Grindavík. Hann er ótrúlega efnilegur og á framtíðina fyrir sér. Þetta eru spennandi tímar fyrir hann og hans fólk," sagði Haraldur Árni jafnframt.

Það fengu tveir aðrir mjög ungir og efnilegir strákar tækifæri í byrjunarliði Grindavíkur í gær. Christian Bjarmi Alexandersson, fæddur 2007, og Sölvi Snær Ásgeirsson, fæddur 2008, byrjuðu báðir. Christian var að spila í vinstri bakverðinum á meðan Sölvi var í miðverðinum. Þeir fóru saman út á reynslu til danska félagsins Lyngby í fyrra og eiga greinilega framtíðina fyrir sér.

„þessir strákar eru að spila því þeir eru ofboðslega efnilegir og eru á góðri siglingu," sagði Haraldur Árni og kvaðst stoltur af þeim.
Halli Hróðmars: Mér er drullusama fyrir hverjum ég tapa
Athugasemdir
banner
banner