Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   sun 23. júní 2024 08:30
Sölvi Haraldsson
Sjáðu 15 ára skotmark Álaborgar tryggja Grindavík sigur
Lengjudeildin
Mynd: Grindavík

Grindavík vann öflugan 3-1 sigur á Dalvíkingum í gær. Grindvíkingar lentu undir en sýndu seiglu og karakter að koma til baka og vinna leikinn.


Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 Dalvík/Reynir

Það virtist allt stefna í 2-1 sigur Grindvíkinga áður en Helgi Hafsteinn Jóhannsson skoraði þriðja mark heimamanna og gulltyrggði þeim sigurinn.

Helgi Hafsteinn er aðeins 15 ára gamall, 2008 módel, og var að skora sitt fyrsta meistaraflokksmark í gær. 

Greint var frá því í maí að danska félagið Álaborg sé í viðræðum við Grindavík um strákinn. Danska félagið hefur gífurlegan áhuga á að fá Helga í sínar raðir.

Váá Helgi fær hann á fjær og situr hann í fjær búmm, búinn að vera inná í 10 mín og er að klára þetta 3-1!!“ skrifaði Daníel Darri í textalýsingunni um markið.


Athugasemdir
banner
banner
banner