Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 01. ágúst 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bale ætlar að vera áfram hjá Real á næstu leiktíð
Bale hefur skorað 105 mörk í 251 leik frá komu sinni til Real Madrid. Hann hefur aðeins gert þrjú mörk í tuttugu leikjum á leiktíðinni.
Bale hefur skorað 105 mörk í 251 leik frá komu sinni til Real Madrid. Hann hefur aðeins gert þrjú mörk í tuttugu leikjum á leiktíðinni.
Mynd: Getty Images
Mirror heldur því fram að Gareth Bale og Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales, séu búnir að ræða saman um næstu leiktíð.

Bale, sem er 31 árs gamall, er samningsbundinn Real Madrid næstu tvö árin en fær lítinn spiltíma undir stjórn Zinedine Zidane.

Launakröfur Bale eru of háar fyrir flest félög en hann var næstum búinn að skipta yfir í kínverska boltann á síðustu leiktíð, þar til Real Madrid hætti við skiptin vegna meiðsla Marco Asensio.

Sagan á milli Bale og Real er löng og erfið og virðist Bale vera ánægður með að halda áfram að þiggja sín ofurlaun á bekknum og spila golf í sólinni í frítímanum sínum.

Þetta er Giggs ekkert sérlega ánægður með, þar sem Bale er stjörnuleikmaður Wales og verður líklegast ansi ryðgaður þegar EM ber að garði á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner