Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   sun 01. ágúst 2021 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Shevchenko hættur með úkraínska landsliðið (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samningur Andriy Shevchenko við úkraínska landsliðið rann út í dag og var hann ekki framlengdur.

Shevchenko tilkynnti þetta á Instagram síðu sinni. Hann hafði stýrt Úkraínu síðustu fimm árin og náði fínum árangri.

Hann var mættur með liðið á EM í sumar þar sem liðið féll úr leik fyrir Englandi í 8-liða úrslitum en leikurinn fór 4-0.

Hann er ánægður með að hafa fengið tækifæri á að þjálfa landsliðið og þakkar öllum fyrir sem að því komu. Hann segir jafnframt að landsliðið hafi sýnt að það geti verið samkeppnishæft og spilað skemmtilegan fótbolta.


Athugasemdir
banner