Aron Kristófer Lárusson lék sinn fyrsta leik með Þór í gær eftir að hafa gengið aftur til liðs við félagið frá KR á dögunum.
Lestu um leikinn: Keflavík 3 - 2 Þór
Aron Kristófer er uppalinn Þórsari en gekk til liðs við ÍA árið 2019 og svo til KR árið 2022. Fótbolti.net ræddi við hann eftir tap Þórs gegn Keflavík á útivelli í gær.
„Þetta var skellur. Við vorum með yfirhöndina í seinni hálfleik þangað til það kom að síðasta færinu," sagði Aron Kristófer.
„Við áttum klárlega að nýta okkar færi í stöðunni 2-1 og 2-2, við fáum 2-3 dauðafæri, svo á þeir einhver færi svo fá þeir þetta færi og nýta það vel."
Þá var hann spurður að því í lokin hvernig væri að vera kominn heim í Þór og hver aðdragandinn af skiptunum hefðu verið.
„Hún er bara fín, ég átti fund með þeim sem ræður þar og við vorum sammála um þessa niðurstöðu," sagði Aron Kristófer.