Harvey Elliott vakti mikla athygli með frammistöðu sinni þegar Liverpool vann 2-1 sigur á Arsenal í æfingaleik síðastliðna nótt.
Liverpool náði 2-0 forystu en Elliott lagði upp bæði mörkin með laglegum sendingum í gegnum vörn Arsenal. Mohamed Salah skoraði fyrra markið og Fabio Carvalho það seinna. Kai Havertz minnkaði muninn fyrir lok fyrri hálfleiks en fleiri urðu mörkin ekki.
Liverpool náði 2-0 forystu en Elliott lagði upp bæði mörkin með laglegum sendingum í gegnum vörn Arsenal. Mohamed Salah skoraði fyrra markið og Fabio Carvalho það seinna. Kai Havertz minnkaði muninn fyrir lok fyrri hálfleiks en fleiri urðu mörkin ekki.
Elliott, sem er 21 árs, kom til Liverpool frá Fulham í júlí 2019 en hann var öflugur rulluspilari undir stjórn Jurgen Klopp.
Núna er Arne Slot tekinn við og breskir fjölmiðlamenn eru farnir sjá Elliott fyrir sér í stærra hlutverki hjá Hollendingnum. Hann lék afar vel í tíuhlutverkinu gegn Arsenal.
„Ef ég er aðeins harður við hann, þá fannst mér hann geta gert aðeins betur í tveimur stöðum. En hann sýndi gæði sín," sagði Slot um Elliott eftir leikinn.
Elliott sagði nýverið að hann væri tilbúinn að taka næsta skref með Liverpool og spila mikilvægt hlutverk í plönum Slot. „Ef frammistaða hans er skoðuð, þá er hann ekkert að bulla," segir í grein Daily Mail eftir leikinn.
„Elliott fékk ekki að byrja mikið á síðasta tímabili. Tilfinningin er sú að hann þurfi að spila vel á komandi tímabili og hann lítur á komu Slot sem tækifæri á ferskri byrjun."
Athugasemdir