Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fim 01. ágúst 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Höfnuðu öðru tilboði Barcelona í Olmo
Dani Olmo.
Dani Olmo.
Mynd: EPA
RB Leipzig hefur hafnað öðru tilboði Barcelona í Dani Olmo en frá þessu segir Toni Juanmartí, fréttamaður Sport á Spáni.

Fabrizio Romano sagði frá því í morgun að Börsungar hefðu gert nýtt tilboð í Olmo og á sama tíma náð persónulegu samkomulagi við hann til 2030.

Nýja tilboðið hljóðaði upp á allt að 55 milljónir evra með möguleika upp á að hækka í 62 milljónir evra út frá árangurstengdum greiðslum.

Juanmartí segir frá því að Leipzig vilji fá hærri greiðslu fyrir Olmo strax og að tilboðið verði öðruvísi sett upp. Hann segir þá að Leipzig vilji fá 50 milljónir evra greiddar í sumar en það sé að reynast Barcelona erfitt.

Það ríkir bjartsýni hjá Barcelona með þessi mögulegu kaup en Olmo er gríðarlega spenntur fyrir því að snúa aftur til félagsins þar sem hann ólst upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner