Mikill áhugi á Kelleher - Chelsea vill fá Semenyo
   fim 01. ágúst 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Marvin Darri í ÍA (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Markvörðurinn Marvin Darri Steinarsson hefur verið sendur á lán til ÍA frá Vestra.


Marvin er 23 ára gamall en hann er uppalinn Skagamaður. Hann gekk til liðs við Vestra frá Víkingi Ólafsvík sumarið 2022 en hann hefur nú snúið heim.

Hann hefur leikið 20 leiki fyrir Vestra í næst efstu deild en ekki fengið tækifæri í deildinni í sumar eftir að William Eskelinen gekk til liðs við félagið og hefur staðið í markinu í sumar.

Marvin sagði í viðtali við Fótbolta.net fyrr í sumar að hann væri þegar fluttur á Skagann og væri að æfa með ÍA. Nú hefur hann fengið skiptin í gegn og mun berjast við Árna Marinó Einarsson um stöðuna.


Athugasemdir
banner