Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 01. september 2021 11:30
Elvar Geir Magnússon
Í beinni - Fréttamannafundur íslenska landsliðsins
Fundurinn hefst klukkan 12:45
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 12:45 hefst fréttamannafundur íslenska landsliðsins fyrir leik gegn Rúmeníu í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli klukkan 18:45 á morgun fimmtudag.

Ísland er með þrjú stig í riðlinum að loknum þremur umferðum en framundan í þessum landsleikjaglugga eru einnig leikir gegn Norður-Makedóníu og Þýskalandi.

Fótbolti.net fylgist með fundinum í beinni textalýsingu

Komandi leikir hafa algjörlega fallið í skuggann á því sem hefur verið í gangi. Öll stjórn KSÍ sagði af sér í vikunni en áður hafði formaðurinn Guðni Bergsson stigið frá eftir harða gagnrýni á hvernig KSÍ hefur tekið á kynferðisofbeldi landsliðsmanna.
13:08
Fundinum er lokið. Ýmislegt sem ekki kom fram hér í textalýsingunni en kom fram á fundinum og verður fjallað um á síðunni.

Eyða Breyta
13:06
Kári um ákvörðun stjórnar að hafa áhrif á val í hópinn:

"Ég get ekki snert á þessu máli án þess að henda einhverjum undir vagninn svo ég tel best að ég geri það ekki."

Eyða Breyta
13:05
Er hann að hugsa Albert Guðmundsson sem níu?

Arnar: "Albert getur leyst margar stöður. Við erum með nægilega marga leikmenn í hópnum."

Eyða Breyta
12:58
Kári segist vonast eftir góðum stuðningi á heimavelli og býst við 50/50 leik.

Eyða Breyta
12:57
Eiga Kolbeinn og Gylfi afturkvæmt í landsliðið eftir alvarlegar ásakanir?

Arnar: "Það var ákvörðun stjórnar með Kolbein. Ég get ekki talað fyrir þá aðila sem komu að þessari ákvörðun. Það er mikilvægt á næstu dögum og vikum að öll íþróttahreyfingin búi til ramma utan um þessi málefni öll. Ég veit að sú vinna er byrjuð. Þetta þarf að taka sinn tíma og það er ekki hægt að svara þessari spurningu núna. Málin eru of flókin til að hægt sé að segja eitthvað núna."

Eyða Breyta
12:55
Arnar um Rúmeníu: "Þeir eru með sitt DNA og þeir eru taktískir og með góða leikmenn. Þeir hafa verið að byggja upp nýtt lið og flott hvernig þeir hafa byggt það upp."

Eyða Breyta
12:51
Arnar: "Þetta mál snýst ekki bara um fótbolta heldur er stórt mál í öllu samfélaginu. Við reynum að einbeita okkur að því sem við höfum stjórn á."

Eyða Breyta
12:50
Þá kemur spurning frá rúmenskum blaðamanni, rosalega löng spurning...

Eyða Breyta
12:49
Hvernig takið þið leikmenn þessari umræðu og hvað finnst ykkur um útspil Tólfunnar?

Kári: "Það verða allir varir við umræðuna sem er í gangi en mér finnst hafa tekist vel að halda fókus á verkefnið. Þetta er bara flott hjá Tólfunni ef þeir eru ánægðir með þetta."

Eyða Breyta
12:48
Arnar um fyrirliðamál: "Við erum með marga mjög reynda leikmenn og treystum á þá alla. Það verður að koma í ljós hver verður með bandið í hverjum leik. Við verðum að stýra álaginu og ólíklegt að sami aðili verði með bandið alla leikina."

Eyða Breyta
12:46
Ómar Smárason fjölmiðlafulltrúi tekur til máls.

Eyða Breyta
12:45
Kári Árnason er leikmaðurinn sem svarar á fréttamannafundinum og er við hlið Arnars Þórs Viðarssonar. Menn eru mættir.

Eyða Breyta
12:42
Hér í Laugardalnum er allt tilbúið fyrir fréttamannafundinn. Nú er bara beðið eftir því að Arnar og félagar mæti. Nokkrir rúmenskir fjölmiðlamenn mættir en annars er frekar fámennt í Baldurshaga, undir stúku Laugardalsvallar, þar sem fundurinn fer fram.

Eyða Breyta
12:38


Eyða Breyta
12:15
Ísland og Rúmenía mættust í umspilinu í undankeppni EM alls staðar í október í fyrra. Ísland vann þá 2-1 sigur en Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands. Með sigrinum komst Ísland í úrslitaleik gegn Ungverjalandi...



Eyða Breyta
12:12
Staðan í riðlinum:
1. Armenía 9 stig
2. Norður-Makedónía 6 stig
3. Þýskaland 6 stig
4. Rúmenía 3 stig
5. Ísland 3 stig
6. Liechtenstein 0 stig

Eyða Breyta
12:09
2.200 áhorfendur leyfðir
Uppselt er á leik Íslands og Þýskalands sem fram fer miðvikudaginn 8. september kl. 18:45. Miðasala á leiki Íslands gegn Rúmeníu 2. september og Norður Makedóníu 5. september er í gangi og enn er hægt að nálgast miða á þá leiki.

Samkomutakmarkanir gera að verkum að það er hólfaskipt á leikina og geta alls 2.200 áhorfendur verið viðstaddir. Laugardalsvöllur tekur um 10 þúsund áhorfendur.

Eyða Breyta
12:07
Ísland er að æfa á Laugardalsvelli þessa stundina. Ljósmyndarar fengu að vera viðstaddir æfinguna fyrsta stundarfjórðunginn og var Hafliði Breiðfjörð á svæðinu. Kári Árnason tók þátt í æfingunni og æfði eðlilega á þeim tíma sem hann fékk að fylgjast með.

Eyða Breyta
12:01
Ungstirnin í hópnum
Það eru tveir nítján ára leikmenn í hópnum. Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður varaliðs Real Madrid og sonur Eiðs Smára, er í hópnum og einnig Mikael Egill Ellertsson sem keyptur var til ítalska félagsins Spezia í vikunni en lánaður aftur til Spal.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson setti saman áhugaverða grein þar sem hægt er að fræðast nánar um táningana.



Rifjum upp hvernig landsliðshópurinn er...

Markverðir:
Hannes Þór Halldórsson - Valur - 76 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson - Brentford
Rúnar Alex Rúnarsson - Arsenal - 10 leikir

Varnarmenn:
Brynjar Ingi Bjarnason - Lecce - 3 leikir, 1 mark
Jón Guðni Fjóluson - Hammarby - 17 leikir, 1 mark
Hjörtur Hermannsson - Pisa - 22 leikir, 1 mark
Kári Árnason - Víkingur R. - 89 leikir, 6 mörk
Ari Freyr Skúlason - IFK Norrköping - 79 leikir
Guðmundur Þórarinsson - New York City FC - 7 leikir
Birkir Már Sævarsson - Valur - 98 leikir, 3 mörk
Alfons Sampsted - Bodö Glimt - 5 leikir

Miðjumenn:
Andri Fannar Baldursson - FCK - 4 leikir
Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 1 leikur
Ísak Bergmann Jóhannesson - IFK Norrköping - 4 leikir
Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 98 leikir, 14 mörk
Arnór Sigurðsson - Venezia - 14 leikir, 1 mark
Gísli Eyjólfsson - Breiðablik - 2 leikir
Guðlaugur Victor Pálsson - Schalke - 26 leikir, 1 mark
Albert Guðmundsson - AZ Alkmaar - 22 leikir, 4 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson - AGF - 9 leikir, 1 mark
Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 79 leikir, 8 mörk
Mikael Neville Anderson - FC Midtjylland - 9 leikir
Mikael Egill Ellertsson - Spal

Sóknarmenn:
Viðar Örn Kjartansson - Valerenga - 20 leikir, 7 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen - Real Madrid

Eyða Breyta
11:54
Jói Berg fyrirliði?


Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, vildi ekki gefa það upp á fréttamannafundi í síðustu viku hver yrði fyrirliði landsliðsins í leikjunum þremur í undankeppni HM. Aron Einar Gunnarsson er ekki með í verkefninu og ekki Gylfi Þór Sigurðsson heldur.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að það kæmi ekki á óvart ef Jóhann Berg Guðmundsson fái bandið.

Eyða Breyta
11:50
Arnar Viðars: Stærsti stormur sem fótboltaþjóð hefur lent í

Arnar Þór sat einnig fyrir svörum fjölmiðlamanna í gær þar sem hann ræddi aðallega málefni síðustu dag þar sem upp hafa komið alvarleg kynferðisbrot leikmanna landsliðsins sem eru ekki í hópnum núna.

Á fréttamannafundinum sagði hann að Ísland væri statt í stærsta stormi sem knattspyrnusamband hafi lent í, einungis tvívegis áður hafi stjórn knattspyrnusambands sagt af sér á einu bretti, vegna stríðs í Bosníu og fjármálakrísu í Grikklandi.

"Það er ekkert launungarmál að þetta er búið að vera mjög erfitt. Mitt verkefni og starfsfólksins er að halda utan um þetta svo náum utan um hópinn og náum leikmönnunum í rétt hugarfar fyrir þessa þrjá mikilvægu leiki. Ég ætla ekki að reyna að útskýra það meira eða eyða orðum í það en þetta er mjög erfitt fyrir alla," sagði Arnar Þór á fréttamannafundinum.

Smelltu hér til að lesa meira um ummæli Arnars á fundi gærdagsins

Eyða Breyta
11:47
Kári með á morgun?


Kári Árnason miðvörður íslenska landsliðsins hóf upphitun með liðinu á æfingu á Laugardalsvelli í gær en hætti fljótlega. Hann ræddi við Friðrik Ellert Jónsson sjúkraþjálfara og virtist kvarta undan meiðslum í nára.

Arnar Þór Viðarsson sagði á fréttamannafundi í gær að Kári væri ekki meiddur heldur væri hann að jafna sig eftir síðasta leik.

Guðlaugur Victor er tæpur eftir leik helgarinnar með Schalke en hann var meira með á æfingunni í gær en búist var við.

Eyða Breyta
11:41
Góðan og gleðilegan daginn og velkomin með okkur í beina textalýsingu frá Laugardalnum.

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari situr fyrir svörum á fréttamannafundi sem hefst eftir um klukkutíma eða 12:45. Einnig verður leikmaður á fundinum en ekki er búið að gefa upp hvaða leikmaður það verður.

Eyða Breyta
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner