Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. september 2021 10:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FH tekur umræðuna alvarlega og fordæmir hvers kyns ofbeldishegðun
Frá Kaplakrikavelli, heimavelli FH.
Frá Kaplakrikavelli, heimavelli FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings í gær þar sem kom fram að leikmaður sem hefur verið í byrjunarliði FH í sumar væri meintur nauðgari.

Hulda Hrund Sig­munds­dótt­ir, stjórnarmeðlimur í aðgerðarhópnum Öfgar, setti fram tíst um málið og var fréttin byggð á því.

„Við getum þó gefið Klöru það að hún sagði satt og rétt frá að hópnauðgunarferlið gekk ekki betur en það að meintur gerandinn er enn í byrjunarliði FH og þjálfar yngri flokka," skrifaði Hulda á Twitter.

Hægt er að sjá yfirlýsingu FH um málið hér að neðan.

Yfirlýsing FH
Aðalstjórn FH er mjög meðvituð um umræðuna um ofbeldis- og kynferðisbrot innan knattspyrnunnar, tekur hana alvarlega og fordæmir hvers kyns ofbeldishegðun. Fulltrúar félagsins hafa hitt ráðgjafa og fulltrúa ÍSÍ, Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, vegna viðbragða í þessum erfiðu málum og mun sú vinna halda áfram og hafa forgang í starfi félagsins.

f.h. Fimleikafélags Hafnarfjarðar

Viðar Halldórsson

formaður aðalstjórnar
Athugasemdir
banner
banner
banner