Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   fim 01. september 2022 23:10
Ívan Guðjón Baldursson
Forest fær Loic Bade frá Rennes (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Nottingham Forest er búið að staðfesta komu 22 ára varnarmannsins Loic Bade á lánssamningi frá Rennes með kaupmöguleika.


Badé á þrjá leiki að baki fyrir 21 landslið Frakka og spilaði 21 leik með Rennes á síðustu leiktíð.

Hann er miðvörður og er fenginn til að veita mönnum á borð við Willy Boly, Loïc Mbe Soh og Steve Cook samkeppni um sæti í byrjunarliðinu.

Hann er leikmaður númer 21 sem Forest kynnir í sumarglugganum.


Athugasemdir
banner
banner
banner