Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 01. september 2022 21:17
Ívan Guðjón Baldursson
Memphis verður áfram hjá Barca (Staðfest)
Mynd: Heimasíða Barcelona

Hollenski framherjinn Memphis Depay verður hjá Barcelona út síðasta samningsárið sitt. Þetta staðfesti leikmaðurinn sjálfur fyrir skömmu.


„Ég hef ákveðið að vera áfram hjá Barca! Öll mín einbeiting mun fara í að gera vel fyrir félagið á þessu tímabili," sagði Memphis í yfirlýsingu. 

Mörg félög sýndu Memphis áhuga í sumar en fæst þeirra voru tilbúin til að borga fyrir hann vegna launapakkans sem fylgir honum.

Juventus sýndi honum mestan áhuga en Memphis tókst ekki að semja við Barca um riftun á samningi.

Memphis er 28 ára og skoraði 13 mörk í 38 leikjum hjá Barca á síðustu leiktíð. Hann kom til félagsins í fyrrasumar og skrifaði undir tveggja ára samning.

Búist er við að Pierre-Emerick Aubameyang verði staðfestur sem nýr leikmaður Chelsea í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner