Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 01. september 2022 16:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Núna neitar Alvarez að æfa
Edson Alvarez.
Edson Alvarez.
Mynd: EPA
Það hafa verið mikil vandræði hjá hollenska félaginu Ajax í þessum leikmannaglugga.

Stór félög í Evrópu horfa mikið til leikmanna þeirra og hefur Ajax selt marga leikmenn í sumar.

Núna er mexíkóski miðjumaðurinn Edson Alvarez á óskalista Chelsea. Lundúnafélagið er sagt vera tilbúið að borga fyrir hann 50 milljónir evra.

Ajax hefur hins vegar tjáð Alvarez það að félagið ætli sér ekki að selja fleiri leikmenn og hann verði því að vera áfram. Leikmaðurinn er ósáttur með það og neitar núna að mæta til æfinga.

Hann er ekki fyrsti leikmaður Ajax sem neitar að mæta til æfinga í sumar. Antony gerði það einnig áður en hann fór til Manchester United og Mohamed Kundus gerði slíkt hið sama eftir að félagið leyfði honum ekki að fara til Everton.

Það er spurning hvort eitthvað breytist áður en glugginn lokar í kvöld, en það er afar ólíklegt. Alvarez verður væntanlega áfram í Hollandi þrátt fyrir óánægju sína með það. Hann vill fara í sterkara lið og sterkari deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner