Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 01. september 2022 11:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tveir leikmenn Marseille á leið í úrvalsdeildina
Bamba Dieng
Bamba Dieng
Mynd: EPA
Þeir Bamba Dieng og Duje Caleta-Car, leikmenn Marseille í Frakklandi, virðast báðir vera á leiðinni í ensku úrvalsdeildina fyrir gluggalok.

Caleta-Car er á leiðinni til Southampton ef marka má heimildir Sky Sports. Hann er á síðasta ári á samningi sínum við Marseille og horfir Southampton á hann sem mann í skarðið sem Jan Bednarek skilur eftir sig en Bednarek er sterklega orðaður við West Ham.

Caleta-Car er króatískur miðvörður, 25 ára gamall, og hefur verið hjá franska félaginu í fjögur ár.

Leeds er þá að kaupa Bamba Dieng. Dieng er 22 ára senegalskur sóknarmaður sem kom til Marseille fyrir tveimur árum. Daniel James er mögulega á förum fyrir Leeds og Dieng gæti fyllt hans skarð.

Dieng skoraði sjö mörk í frönsku Ligue 1 í fyrra í 25 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner