Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   sun 01. september 2024 18:15
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Blikar með sex stiga forystu á toppnum - Viðar Örn skoraði tvö
Kristófer Ingi Kristinsson var hetja Blika
Kristófer Ingi Kristinsson var hetja Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn er með fimm mörk í síðustu fjórum leikjum sínum
Viðar Örn er með fimm mörk í síðustu fjórum leikjum sínum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA 2 - 3 Breiðablik
0-1 Daniel Obbekjær ('20 )
1-1 Viðar Örn Kjartansson ('36 )
1-2 Ísak Snær Þorvaldsson ('51 )
2-2 Viðar Örn Kjartansson ('62 )
2-3 Kristófer Ingi Kristinsson ('82 )
Lestu um leikinn

Breiðablik er með sex stiga forystu í efsta sæti Bestu deildar karla eftir nauman 3-2 sigur liðsins á KA á Greifavellinum á Akureyri í dag.

Heimamenn í KA fengu fyrsta hættulega færi leiksins er Ívar Örn Árnason stangaði boltanum rétt framhjá eftir hornspyrnu frá Daníel Hanfsteinssyni.

Fínasta byrjun en það voru Blikar sem skoruðu fyrsta mark leiksins átta mínútum síðar. Kristinn Jónsson átti aukaspyrnu sem Steinþór Már Auðunsson varði út á Daniel Obbekjær og náði hann að hirða frákastið og koma boltanum í netið.

Hann hefur nú skorað í öllum þremur byrjunarliðsleikjum sínum með Blikum í sumar.

Fimmtán mínútum síðar jöfnuðu KA-menn eftir frábæra skyndisókn. Bjarni Aðalsteinsson keyrði upp með boltann, fann Ásgeir Sigurgeirsson sem kom boltanum fyrir á Viðar Örn Kjartansson. Hann skoraði með hælnum, í stöng og inn. Glæsileg afgreiðsla hjá Selfyssingnum.

Staðan 1-1 í hálfleik en það voru Blikar sem náðu aftur forystunni þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari. Davíð Ingvarsson fékk boltann vinstra megin, kom með fyrirgjöfina á Ísak Snæ Þorvaldsson sem skoraði með góðu skoti. Sá hefur verið sjóðandi heitur undanfarið.

Blikar fengu á sig klaufalegt mark ellefu mínútum síðar. Anton Ari EInarsson spilaði boltanum á Obbekjær sem missti boltann frá sér. Ásgeir fann Daníel Hafsteins sem kom honum á Viðar og gerði hann fimmta mark sitt í sumar.

Varamaðurinn Kristófer Ingi Kristinsson var hetja Blika í leiknum en hann gerði sigurmarkið átta mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Daníel átti slæma sendingu í eigin teig og fór boltinn til Kristófers sem skoraði með góðu skoti.

Hallgrímur Mar Steingrímsson og Jakob Snær Árnason fengu báðir úrvalsfæri til þess að bjarga stigi en Anton Ari sá við þeim í báðum atvikum.

Mikilvæg þrjú stig í titilbaráttu Blika en liðið er nú með 46 stig á toppnum, sex stigum á undan Víkingum sem eru í öðru sæti. KA er á meðan í 7. sæti með 27 stig og eru nú litlar líkur á að liðið komist í efri hlutann.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 21 14 4 3 50 - 23 +27 46
2.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 21 5 6 10 34 - 42 -8 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner