Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 01. september 2024 11:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jackson skrifar undir níu ára samning við Chelsea
Mynd: EPA

Nicolas Jackson hefur skrifað undir nýjan níu ára samning við Chelsea en David Ornstein hjá The Athletic greinir frá þessu.


Þessi 23 ára gamli landsliðsmaður Senegal gekk til liðs við enska félagið frá Villarreal síðasta sumar en hann skoraði 17 mörk á sinni fyrstu leiktíð með Lundúnarliðinu.

Hann hefur byrjað tímabilið vel í ár en hann hefur skorað eitt og lagt upp annað. Hann er í byrjunarliði Chelsea sem mætir Crystal Palace í dag.

Hann skrifar undir samning í kjölfarið á því að Cole Palmer skrifaði einnig undir nýjan níu ára samning við félagið á dögunum en þeir eru lykilmenn í sóknarleik liðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner