Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 01. september 2024 22:49
Brynjar Ingi Erluson
Staðfest hvernig tvískiptingin verður í Bestu deild karla eftir leiki kvöldsins
Stjörnumenn tryggðu sér sæti í efri hlutann með því að vinna FH 3-0 í kvöld
Stjörnumenn tryggðu sér sæti í efri hlutann með því að vinna FH 3-0 í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA og Fram verða í neðri hlutanum
KA og Fram verða í neðri hlutanum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Breiðablik, Víkingur, Valur, FH, ÍA og Stjarnan munu öll spila í efri hlutanum eftir tvískiptingu en þetta var staðfest eftir úrslit kvöldsins í Bestu deild karla.

Fyrir leikina í dag áttu nokkur lið enn tölfræðilegan möguleika á að enda meðal sex efstu.

Fram og KA voru lengi vel í baráttunni um að komast í efri hlutann, en töp þeirra gegn HK og Blikum gerði út um þann möguleika.

Ein umferð er eftir af hefðbundinni 22. umferða deild áður en deildinni verður skipt í tvo hluta.

Lokaumferðin fer fram næstu helgi og eftir tvískiptingu mun liðin spila einfalda umferð.

Efri hlutinn:
Breiðablik
Víkingur
Valur
FH
ÍA
Stjarnan

Neðri hlutinn:
KA
Fram
KR
HK
Vestri
FYlkir
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 21 14 4 3 50 - 23 +27 46
2.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 21 5 6 10 34 - 42 -8 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner