Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 01. október 2020 20:58
Arnar Laufdal Arnarsson
Addi Grétars: Lífið heldur áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld mættust Breiðablik og KA í Pepsi-Max deild karla þar sem leikar enduðu með 1-1 jafntefli eftir mörk frá Sveini Margeiri Haukssyni og Viktori Karli Einarssyni.

"Ég held að maður geti verið sáttur með að fara með eitt stig héðan úr Kópavoginum, ég hugsa þetta sé allavega einn erfiðasti útivöllurinn að koma á, ég held nánast í öllum leikjunum hjá Breiðablik þá hafa þeir stjórnað ferðinni og mikið með boltann en það er ekki aðalatrliðið, aðalatriðið er að skapa sér færi og skora mörk og fá ekki á sig færi, mér fannst upplagið ganga upp og við vorum að skapa okkur nokkur fín færi og hefðum með smá lukku getað sett annað, mér fannst þeir ekki skapa sér mörg dauðafæri, jújú klafs og boltinn að detta í teignum og annað en sáttur með spilamennskuna hjá liðinu" Sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 KA

Horfði Arnar á þennan leik sem hefndarför í Kópavoginn eftir að hafa verið rekinn frá Blikum árið 2017?

"Nei, hefði ég komið hérna fimm mánuðum eða einu ári eftir að hafa verið rekinn þá hefði þetta kannski verið hugsað þannig en það er bara löngu búið og gleymt og maður er ekkert að velta sér upp úr því það þýðir ekkert, lífið heldur áfram"

Er komin skýrari sýn á hvort Arnar verði áfram með KA eftir tímabilið?

"Við erum í rauninni ekki búnir að setjast niður eins og við töluðum um en ég held ég sé búinn að segja þetta í tví eða þrígang að ég á bara von á því að það fer að gerast fljótlega, að við setjumst niður og ræðum hlutina, ég á ekki von á öðru"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner