Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   fim 01. október 2020 20:58
Arnar Laufdal Arnarsson
Addi Grétars: Lífið heldur áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld mættust Breiðablik og KA í Pepsi-Max deild karla þar sem leikar enduðu með 1-1 jafntefli eftir mörk frá Sveini Margeiri Haukssyni og Viktori Karli Einarssyni.

"Ég held að maður geti verið sáttur með að fara með eitt stig héðan úr Kópavoginum, ég hugsa þetta sé allavega einn erfiðasti útivöllurinn að koma á, ég held nánast í öllum leikjunum hjá Breiðablik þá hafa þeir stjórnað ferðinni og mikið með boltann en það er ekki aðalatrliðið, aðalatriðið er að skapa sér færi og skora mörk og fá ekki á sig færi, mér fannst upplagið ganga upp og við vorum að skapa okkur nokkur fín færi og hefðum með smá lukku getað sett annað, mér fannst þeir ekki skapa sér mörg dauðafæri, jújú klafs og boltinn að detta í teignum og annað en sáttur með spilamennskuna hjá liðinu" Sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 KA

Horfði Arnar á þennan leik sem hefndarför í Kópavoginn eftir að hafa verið rekinn frá Blikum árið 2017?

"Nei, hefði ég komið hérna fimm mánuðum eða einu ári eftir að hafa verið rekinn þá hefði þetta kannski verið hugsað þannig en það er bara löngu búið og gleymt og maður er ekkert að velta sér upp úr því það þýðir ekkert, lífið heldur áfram"

Er komin skýrari sýn á hvort Arnar verði áfram með KA eftir tímabilið?

"Við erum í rauninni ekki búnir að setjast niður eins og við töluðum um en ég held ég sé búinn að segja þetta í tví eða þrígang að ég á bara von á því að það fer að gerast fljótlega, að við setjumst niður og ræðum hlutina, ég á ekki von á öðru"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner