Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   fim 01. október 2020 20:58
Arnar Laufdal Arnarsson
Addi Grétars: Lífið heldur áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld mættust Breiðablik og KA í Pepsi-Max deild karla þar sem leikar enduðu með 1-1 jafntefli eftir mörk frá Sveini Margeiri Haukssyni og Viktori Karli Einarssyni.

"Ég held að maður geti verið sáttur með að fara með eitt stig héðan úr Kópavoginum, ég hugsa þetta sé allavega einn erfiðasti útivöllurinn að koma á, ég held nánast í öllum leikjunum hjá Breiðablik þá hafa þeir stjórnað ferðinni og mikið með boltann en það er ekki aðalatrliðið, aðalatriðið er að skapa sér færi og skora mörk og fá ekki á sig færi, mér fannst upplagið ganga upp og við vorum að skapa okkur nokkur fín færi og hefðum með smá lukku getað sett annað, mér fannst þeir ekki skapa sér mörg dauðafæri, jújú klafs og boltinn að detta í teignum og annað en sáttur með spilamennskuna hjá liðinu" Sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 KA

Horfði Arnar á þennan leik sem hefndarför í Kópavoginn eftir að hafa verið rekinn frá Blikum árið 2017?

"Nei, hefði ég komið hérna fimm mánuðum eða einu ári eftir að hafa verið rekinn þá hefði þetta kannski verið hugsað þannig en það er bara löngu búið og gleymt og maður er ekkert að velta sér upp úr því það þýðir ekkert, lífið heldur áfram"

Er komin skýrari sýn á hvort Arnar verði áfram með KA eftir tímabilið?

"Við erum í rauninni ekki búnir að setjast niður eins og við töluðum um en ég held ég sé búinn að segja þetta í tví eða þrígang að ég á bara von á því að það fer að gerast fljótlega, að við setjumst niður og ræðum hlutina, ég á ekki von á öðru"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner