Hinn 16 ára gamli Lamine Yamal er að festa sig í sessi sem byrjunarliðsmaður hjá Barcelona auk þess að vera byrjaður að spila fyrir A-landslið Spánar.
Hann er afar knár kantmaður og gæti orðið einn af allra bestu fótboltamönnum heims með þessu áframhaldi.
Yamal rennur út á samningi hjá Barcelona á næsta ári, en er búinn að skrifa undir nýjan þriggja ára samning við félagið sem gildir út leiktíðina 2025-26.
Í þeim samningi er riftunarákvæði sem hljóðar upp á einn milljarð evra.
Nýr samningur Yamal við Barcelona verður kynntur opinberlega á morgun, samkvæmt heimildum ítalska fótboltafréttamannsins Fabrizio Romano.
Athugasemdir