Inzaghi og Southgate orðaðir við Man Utd - Arsenal og Real vilja ungan Brassa - Barcelona og PSG vilja Greenwood
   þri 01. október 2024 17:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Áfrýjun Man Utd bar árangur - Fernandes fer ekki í bann
Mynd: EPA

Bruno Fernandes, fyrirliði Man Utd, mun ekki taka út leikbann eftir að áfrýjun Man Utd bar árangur.


Fernandes var rekinn af velli gegn Tottenham á sunnudaginn þegar hann braut á James Maddison og átti yfir höfði sér þriggja leikja bann.

Man Utd taldi að ákvörðunin að vísa honum af velli hafi verið röng og nú er hann klár í slaginn fyrir leiki gegn Aston Villa, Brentford og West Ham í úrvalsdeildinni.

„Ég fer ekki með takkana á undan, ég snerti hann með ökklanum, þetta er brot en ekki rautt. Maddison sagði meira segja þegar hann stóð upp að þetta væri brot en aldrei rautt," sagði Fernandes eftir leikinn.

United var 1-0 undir þegar Fernandes var rekinn af velli en leiknum lauk með 3-0 tapi en þetta var þriðja tap liðsins í deildinni á þessu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner