PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   sun 29. september 2024 18:19
Brynjar Ingi Erluson
Fernandes hrósar liðsfélögum sínum - „Aldrei rautt spjald“
Bruno Fernandes fær að líta rauða spjaldið
Bruno Fernandes fær að líta rauða spjaldið
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, fann sig knúinn til þess að fara í viðtal eftir 3-0 tapið gegn Tottenham á Old Trafford í dag, en það er yfirleitt ekki vaninn eftir að leikmaður fær að líta rauða spjaldið.

Portúgalinn var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks er hann rann til og fór með fótinn í hné James Maddison. Rautt spjald virtist fremur grimm ákvörðun ef horft er til þess að hann rann til.

Staðan var þá 1-0 fyrir Tottenham sem bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleiknum.

„Ég vildi bara koma hingað í þetta viðtal og vera ég sjálfur því liðsfélagar mínir verðskulda það fyrir að hafa spilað manni færri, og sérstaklega þar sem ég var maðurinn sem fékk rauða spjaldið og sá sem brást þeim,“

„Liðið sýndi mikinn karakter, seiglu og baráttu. Þeir reyndu og þetta var alls ekki auðvelt,“
sagði Fernandes.

Fernandes tjáði sig þá um rauða spjaldið sem hann var ekki sammála.

„Þetta var aldrei rautt spjald. Það er mín skoðun, en ég er sammála því að þetta hafi verið brot. Dómarinn reyndi að segja mér að hann hafi séð augljósa snertingu með tökkunum, en það er ekki rétt. Ég snerti hann ekki með tökkunum heldur með ökklanum. Þetta er augljóst brot.“

„Ef hann vill gefa mér gult af því þeir voru að fara upp í skyndisókn þá get ég alveg verið sammála því, en þetta var ekki meira en það.“


Fernandes játaði því að leikurinn hafi verið erfiður fyrir rauða spjaldið.

„Já mér fannst við vera í smá basli. Þetta var svolítið þvingað og við reyndum að flýta okkur of mikið. Þegar þeir voru að spila með háa línu þá gerðum við mistök með boltann og var okkur refsað fyrir það. Eftir það fór þetta ekki alveg á þann veg sem við vildum.“

„Rauða spjaldið bætti gráu ofan á svart. Ég kann samt að meta framlagið sem liðsfélagar mínir settu í þetta til að reyna að komast aftur inn í leikinn, en það var bara ekki hægt. Ég var ánægður með framlagið og karakterinn sem liðið sýndi,“
sagði Fernandes.
Athugasemdir
banner
banner
banner