Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Al-Gharafa frá Katar í sínum fyrsta leik í kvöld.
Liðið tók á móti Al-Ain frá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum í Meistaradeild Asíu en Al-Ain eru ríkjandi meistarar í keppninni. Al-Gharafa náði tveggja marka forystu en Joselu, fyrrum framherji Real Madrid, skoraði bæði mörkin.
Al-Ain tókst að jafna metin áður en Aron Einar var tekinn af velli þegar rúmur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.
Aðeins mínútu síðar náði Al-Gharafa forystunni og bættu fjórða markinu við áður en flautað var til leiksloka, 4-2 lokatölur.
Næsti leikur liðsins er á sunnudaginn gegn Umm-Salal í bikarkeppninni í Katar en Umm-Salal er einmitt ríkjandi meistari í þeirri keppni en Al-Gharafa er sigursælast með þrjá titla.
Athugasemdir