Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 01. nóvember 2019 21:48
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: Rúnar horfði á Dijon sigra meistarana
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Dijon 2 - 1 Paris SG
0-1 Kylian Mbappe ('19)
1-1 Mounir Chouiar ('45)
2-1 Jhonder Cadiz ('47)

Rúnar Alex Rúnarsson er búinn að missa byrjunarliðssæti sitt hjá Dijon til Alfred Gomis, sem var keyptur fyrir eina milljón evra í sumar.

Rúnar byrjaði fyrstu deildarleikina en Gomis fékk tækifæri strax í þriðju umferð og hefur staðið sig vel á upphafi tímabils. Í dag átti hann góðan leik er Dijon lagði Frakklandsmeistara PSG að velli.

Kylian Mbappe skoraði í fyrri hálfleik og þurftu heimamenn að gera tvær skiptingar sökum meiðsla. Heimamenn voru þó betri og verðskulduðu jöfnunarmarkið sem Mounir Choular skoraði rétt fyrir leikhlé,

Jhonder Cadiz skoraði fyrir Dijon í upphafi síðari hálfleiks og lögðu gestirnir allt í sóknarleikinn í kjölfarið. Vörn heimamanna hélt vel og tókst stórveldi PSG ekki að jafna fyrir leikslok.

Þetta var þriðji sigur Dijon í síðustu fimm deildarleikjum og er liðið með 12 stig eftir 12 umferðir. PSG trónir á toppi deildarinnar með átta stiga forystu.

Gomis er 26 ára gamall og lék hjá SPAL í ítalska boltanum á síðustu leiktíð. Hann hefur alla sína tíð spilað á Ítalíu og kemur hans mesta reynsla úr ítölsku neðri deildunum þar sem hann lék fyrir Crotone, Avellino, Cesena og Salernitana að láni frá 2013 til 2017.

Gomis er nýlega búinn að festa sig í sessi með landsliðshópi Senegal og er búinn að spila fimm leiki á þessu ári.
Athugasemdir
banner