Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 01. nóvember 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Milan íhugar að reka Fonseca
Mynd: EPA
Ítalska félagið AC Milan er alvarlega að íhuga það að reka portúgalska þjálfaran Paulo Fonseca.

Liðið hefur aðeins unnið fjóra leiki í ítölsku deildinni á þessu tímabili og einn leik í Meistaradeild Evrópu.

Síðasta tap liðsins kom gegn Napoli á San Síró á dögunum og er talið að Fonseca sitji nú í heitu sæti.

CalcioMercato greinir frá því að stjórn Milan sé alvarlega að íhuga að láta Fonseca taka poka sinn.

Stjórnin er óánægð með óstöðugleikann í frammistöðu liðsins en hann mun þó líklega fá næstu þrjá leiki eða fram að landsleikjaglugganum til að rétta úr kútnum.

Milan mætir Monza um helgina áður en það spilar við Real Madrid í Meistaradeildinni. Síðasti leikur fyrir landsleikjahlé verður gegn Cagliari þann 8. nóvember, sem gæti mögulega verið síðasti leikur Fonseca.
Athugasemdir
banner
banner