Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 30. október 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
Skjóta á AC Milan fyrir að hafa ekki viljað Conte
Conte gerði Juventus fimm sinnum að Ítalíumeisturum og Inter einu sinni.
Conte gerði Juventus fimm sinnum að Ítalíumeisturum og Inter einu sinni.
Mynd: EPA
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: EPA
Napoli er með sjö stiga forystu í ítölsku A-deildinni eftir 2-0 útisigur gegn AC Milan í gær. Ítalskir fjölmiðlar skjóta rækilega á forráðamenn Milan fyrir að hafa ekki viljað ráða Antonio Conte, núverandi stjóra Napoli, fyrir tímabilið.

„Milan, eruð þið að horfa á Conte?" stendur stórum stöfum á forsíðu La Gazzetta dello Sport og í grein blaðsins stendur: „Þvílík kennslustund frá taktíkernum sem stuðningsmenn AC Milan vildu fá í starfið."

Þá segir Tuttomercato að Milan ætti að sjá eftir því að hafa ekki ráðið Conte. Fullyrt er að Conte hafi verið tilbúinn að taka við liðinu.

Zlatan Ibrahimovic helsti ráðgjafi AC Milan sagði við fréttamenn þegar Paulo Fonseca var ráðinn að Conte hafi ekki komið til greina.

„Nafn Conte kom ekki upp, hann er ekki sá aðili sem við vorum að leita að. Þetta snýst um hvað þú ert með í höndunum og fyrir það sem við viljum frá okkar liði þá er Paulo Fonseca rétti maðurinn," sagði Zlatan en þessi ummæli þykja ekki líta neitt sérstaklega vel út í dag.

AC Milan er nú í áttunda sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner