Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. desember 2021 20:19
Brynjar Ingi Erluson
Endurlífgun bar árangur - Bráðaliðarnir fá miklar þakkir frá félögunum
Áhorfandinn fór í hjartastopp á Vicarage Road
Áhorfandinn fór í hjartastopp á Vicarage Road
Mynd: EPA
Leikur Watford og Chelsea er hafinn að nýju eftir neyðaratvik sem átti sér stað upp í stúku á Vicarage Road, heimavelli Watford.

Marcos Alonso, leikmaður Chelsea, var fyrstur að átta sig eftir að áhorfendur kölluðu til hans og létu vita af neyðaratviki.

Einn áhorfandinn hneig niður og fékk hjartastopp samkvæmt ensku miðlunum, en bráðaliðar mættu á staðinn innan við mínútu síðar.

Leikurinn var í kjölfarið stöðvaður og fóru leikmenn beggja liða inn í búningsklefa. Liðin eru þó komin aftur á völlinn og hituðu leikmenn upp áður en hann dómarinn flautaði leikinn aftur á.

Watford greindi frá því á Twitter að ástand stuðningsmannsins sé stöðugt og er hann nú á leið á spítala. Félagið staðfestir að hann hafi farið í hjartastopp.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner