Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   mið 01. desember 2021 14:30
Elvar Geir Magnússon
Romero verður lengi frá
Varnarmaðurinn Cristian Romero hjá Tottenham mun ekki spila meira á þessu ári en Antonio Conte opinberaði þetta á fréttamannafundi í dag.

„Þetta eru ekki jákvæðar fréttir. Meiðslin eru alvarleg og það verður einhver tími þar til við sjáum hann aftur á vellinum. Það er ljóst að hann spilar ekki meira á þessu ári," segir Conte.

„Við þurfum að fylgjast með þróuninni viku frá viku en meiðslin eru alvarleg. Hann þarf tíma til að jafna sig. Það er svekkjandi því hann er mikilvægur leikmaður yfir okkur. Hvort hann snúi aftur í janúar eða febrúar veit ég ekki en hann spilar ekki meira á árinu 2021."

Romero meiddist í landsliðsverkefni með Argentínu eins og Giovani Lo Celso. Staðan á Lo Celso er mun betri en hann ætti að snúa aftur til æfinga á fimmtudag.

Tottenham mætir Brentford í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
5 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
6 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
7 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
15 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner