Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 01. desember 2023 18:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brentford fær Luton í heimsókn um helgina - Mættust síðast í League Two
Rob Edwards
Rob Edwards
Mynd: Getty Images

Brentford fær Luton í heimsókn í úrvalsdeildinni á morgun. Brentford er í 11. sæti deildarinnar en nýliðar Luton eru í 17. sæti með 9 stig, fjórum stigum frá fallsæti.


Saga Luton er ansi skemmtileg en liðið lék í utandeildinni árið 2009 og hefur unnið sig upp í úrvalsdeildina hægt og rólega síðan.

Brentford og Luton mættust í fjórðu efstu deild tímabilið 2008-2009 þegar Brentford vann deildina en Luton féll niður í utandeildina. Thomas Frank stjóri Brentford er mjög hrifinn af leið Luton upp í úrvalsdeildina.

„Eins og þegar við komumst upp þá gíska ég á að þeir eru með minnst milli handana og minnsta völlinn og allt. Þeirra leið er svipuð og okkar. Rob Edwards og hans menn hafa gert frábæra hluti að koma liðinu í efstu deild, það er mikilvægt að minnast á Nathan Jones líka og marga aðra sem ég hef örugglega gleymt að nefna," sagði Frank.

„Við mættumst árið 2009 í fjórðu efstu deild og nú mætumst við í bestu deild í heimi, þetta er mögnuð saga, stórkostlegt ævintýri og frábært fyrir alla í kringum bæði félögin."


Athugasemdir
banner
banner