Jamaíka verður í fjórða styrkleikaflokki þegar dregið verður í Suður-Ameríkubikarinn næsta fimmtudag.
Heimir Hallgrímsson og lærisveinar í landsliði Jamaíku unnu magnaðan sigur gegn Kanada á dögunum og tryggðu sér um leið bæði undanúrslitasæti í Concacaf Þjóðadeildinni og þátttökurétt í Copa America.
Dregið verður á Miami í Bandaríkjunum í næstu viku en það verður fróðlegt að sjá hvernig riðil Jamaíka fær.
Argentína, Brasilía, Mexíkó og Bandaríkin verða í fyrsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig styrkleikaflokkarnir líta út fyrir mótið sem fer fram á næsta ári, en það eru enn tvö pláss laus fyrir mótið.
???? Confirmed pots for the Copa America 2024 draw which will be held on December 7th. ???????????? pic.twitter.com/Eu7j2XZVRO
— All About Argentina ???????????? (@AlbicelesteTalk) December 1, 2023
Athugasemdir