Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 01. desember 2023 16:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvernig verður riðillinn hjá Heimi og lærisveinum hans?
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Getty Images
Jamaíka verður í fjórða styrkleikaflokki þegar dregið verður í Suður-Ameríkubikarinn næsta fimmtudag.

Heimir Hallgrímsson og lærisveinar í landsliði Jamaíku unnu magnaðan sigur gegn Kanada á dögunum og tryggðu sér um leið bæði undanúrslitasæti í Concacaf Þjóðadeildinni og þátttökurétt í Copa America.

Dregið verður á Miami í Bandaríkjunum í næstu viku en það verður fróðlegt að sjá hvernig riðil Jamaíka fær.

Argentína, Brasilía, Mexíkó og Bandaríkin verða í fyrsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig styrkleikaflokkarnir líta út fyrir mótið sem fer fram á næsta ári, en það eru enn tvö pláss laus fyrir mótið.


Útvarpsþátturinn - Heimir Hallgríms gestur
Athugasemdir
banner
banner
banner