Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 01. desember 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viktor Andri sá fyrsti sem Venni sækir í Þrótt (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Viktor Andri Hafþórsson er genginn í raðir Þróttar Reykjavíkur en hann kemur til félagsins frá Keflavík.

Viktor er 22 ára og uppalinn í Fjölni. Hann kom við sögu í átján leikjum í Bestu deildinni í sumar og skoraði tvö mörk á sínu fyrsta og eina tímabili með Keflavík.

Vikto er sóknarmaður sem hafði fyrir síðasta tímabil leikið allan sinn feril í Fjölni.

Viktor skrifar undir samning sem gildir út tímabilið 2026. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Sigurvin Ólafsson, Venni, krækir í eftir að hafa tekið við sem þjálfari Þróttar nú í haust.

Þróttur R.
Komnir
Viktor Andri Hafþórsson frá Keflavík

Farnir
Hinrik Harðarson í ÍA
Steven Lennon (var á láni frá FH)

Samningslausir
Izaro Abella Sanchez
Jorgen Pettersen
Óskar Sigþórsson
Sergio Francisco Oulu
Albert Elí Vigfússon 31.12
Brynjar Gautur Harðarson 31.12
Emil Skúli Einarsson 31.12
Athugasemdir
banner
banner
banner