Dominik Szoboszlai, Mohamed Salah og Virgil van Dijk voru bestu menn Liverpool er liðið vann öruggan 2-0 sigur á Manchester City á Anfield í dag.
Liverpool Echo sér um einkunnir Liverpool í dag en miðillinn valdi þessa þrjá bestu menn leiksins.
Allir fá 9 í einkunn. Van Dijk var eins og klettur í vörninni, en átti vissulega klaufalegt augnablik seint í leiknum er hann missti boltann frá sér er hann reyndi að snúa á Kevin de Bruyne. Sem betur fer fyrir hann kom Caoimhin Kelleher honum til bjargar.
Salah og Szoboszlai fá sömu einkunn. Salah skoraði og lagði upp á meðan Szboszlai átti mjög þroskaða frammistöðu þar sem hann pressaði Man City alls staðar á vellinum og kom sér í góðar stöður.
Einkunnir Liverpool: Kelleher (8), Alexander-Arnold (7), Gomez (8), Van Dijk (9), Robertson (7), Gravenberch (8), Mac Allister (7), Salah (9), Szoboszlai (9), Gakpo (8), Díaz (8).
Varamenn: Nunez (8), Quansah (7).
Kyle Walker átti á meðan algera hauskúpuframmistöðu í vörn Man City og ekki sú fyrsta á þessu tímabili.
Hann fær aðeins 3 frá Manchester Evening News.
Einkunnir Man City: Ortega (6), Walker (3), Akanji (5), Dias (5), Aké (5), Gündogan (5), Silva (5), Lewis (6), Foden (5), Nunes (5), Haaland (4)
Varamenn: Doku (7), Savinho (6), De Bruyne (5), Grealish (6).
Athugasemdir