Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
   sun 01. desember 2024 20:13
Brynjar Ingi Erluson
Segir Man City úr leik í titilbaráttunni - „Engin leið til baka“
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Manchester City er úr leik í titilbaráttunni á Englandi en þetta sagði enski sparkspekingurinn Jamie Carragher á Sky Sports eftir 2-0 sigur Liverpool á Englandsmeisturunum á Anfield.

Man City er nú ellefu stigum frá toppnum og tapað fjórum deildarleikjum í röð.

Carragher segist ekki sjá Man City koma til baka úr þessari stöðu.

„Ég held að það sé engin leið til baka fyrir Man City. Stundum þarftu að tapa svo fólk átti sig á því hvað þú hefur gert. Man City mun ekki vinna ensku úrvalsdeildina á þessu tímabili,“ sagði Carragher.

Spekingurinn segir að Pep Guardiola verði að styrkja hópinn í janúar og allra helst miðsvæðið. Barátta um Meistaradeildarsæti er það besta sem Carragher getur boðið.

„Þetta er svona smá krísa hjá Man City. Þetta minnir svolitið á Liverpool fyrir tveimur árum. Það sem ég held er að Man City gæti verið á leið í baráttu um að enda meðal fjögurra efstu.“

„Ég horfi á Arsenal og Chelsea og hvernig þau líta út á þessum tímapunkti. Það verður mjög erfitt fyrir Man City að enda fyrir ofan þau ef félagið skoðar ekki markaðinn í janúar. Ég horfi nokkur ár til baka þegar Man City vann þrennuna. Liverpool fór á Etihad í apríl og tapaði 4-1 en hefðu getað fengið sex eða sjö á sig. Þeir fengu algera útreið og manni leið eins og þetta væri endirinn hjá liði Jürgen Klopp.“

„En það var ekki svo, heldur var þetta endirinn á miðju Liverpool, Fabinho og Jordan Henderson. Það skiptir ekki máli hversu góður stjóri þú ert, það er ekki hægt að laga það.“

„Ég held að Pep geti ekki lagað miðjuna núna. Hann þarf að kaupa leikmenn en hvort hann geti gert það í janúar veit ég ekki. Hann gæti þurft að bíða þangað til eftir tímabilið.“

„Akkúrat núna sé ég Man City tapa fjórum eða fimm leikjum frá þessum tímapunkti og til loka tímabils,“
sagði Carragher í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner