,,Það eru spennandi tímar í Árbænum og ég er spennt fyrir þessu," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir eftir að hún samdi við Fylki í dag.
,,Það eru bjartir tímar hérna. Liðið er mjög sterkt og ég held að við getum barist á toppnum."
Berglind kemur frá Breiðabliki þar sem hún hefur spilað undanfarin ár.
,,Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og mér fannst Fylkir vera góður kostir. Það voru nokkrir kostir í stöðunni en mig langaði að spila heima."
Berglind hefur spilað í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og hún fékk í kjölfarið tilboð þar í landi. Hún segir það hafa heillað líka. ,,Það gerir það en mig langar meira að vera heima. Ég fer bara út einhverntímann seinna."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir