Brentford fór illa með Liverpool á heimavelli sínum í kvöld en liðið vann leikinn 3-1.
Jurgen Klopp stjóri Liverpool var virkilega ósáttur með fyrri hálfleikinn og gerði þrefalda skiptingu strax í hléinu, enda var staðan 2-0 fyrir Brentford.
Liverpool minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik en Bryan Mbeumo gerði út um leikinn á 84. mínútu með því að skora þriðja mark liðsins eftir báráttu við Ibrahima Konate.
Klopp var alls ekki sáttur með það mark.
„Þetta var klárt brot," sagði Klopp í samtali við Sky Sports eftir leikinn.
Brentford fór ansi illa með Liverpool í föstum leikatriðum.
„Þeir fara fram á ystu nöf í baráttunni í föstum leikatriðum. Við börðumst á móti en þeir vildu þetta meira en við," sagði Klopp.
Athugasemdir