Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
banner
   fös 02. janúar 2026 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gísli Grétar til Sandgerðis (Staðfest)
Mynd: Reynir Sandgerði
Reynir Sandgerði er búinn að bæta við sig 19 ára miðjumanni sem kemur á lánssamningi úr röðum Grindavíkur.

Sá heitir Gísli Grétar Sigurðsson og hefur sterka tengingu við Sandgerði í gegnum afa sinn og ömmu.

Gísli Grétar var mikilvægur hlekkur í 2. flokki Grindavíkur í fyrrasumar og verður áhugavert að fylgjast með hvernig honum gengur að taka stökkið upp í meistaraflokk.

Sandgerðingar leika í 3. deild og stefna upp. Þeir enduðu með 38 stig í fyrra, tíu stigum frá sæti í 2. deild.


Athugasemdir
banner