Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   fim 22. janúar 2026 21:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Emery öskraði á TIelemans - „Hann er sonur minn"
Unai Emery á hliðarlínunni í kvöld
Unai Emery á hliðarlínunni í kvöld
Mynd: EPA
Unai Emery var að vonum ánægður eftir 1-0 sigur Aston Villa gegn Fenerbahce í Evrópudeildinni í kvöld. Sigurinn tryggði liðinu sæti í 16-liða úrslitum.

„Fyrri hálfleikurinn var stórkostlegur, við stjórnuðum leiknum með og án bolta. Vorum þéttir í vörninni. Skoruðum, fengum færi og fengum ekki mörg færi á okkur," sagði Emery.

„Við fengum færi í byrjun seinni hálfleik til að skora annað mark. Þeir fengu líka færi til að skora."

Tyrone Mings spilaði sinn fyrsta leik eftir tveggja mánaða fjarveru en hann var með fyrirliðabandið í kvöld.

„Hann er góður leikmaður og við þurftum á honum að halda. Hann þurfti að sýna sig eftir tveggja mánaða fjarveru og hann gerði það," sagði Emery.

Emery öskraði á Yuri Tielemans þegar hann tók miðjumanninn af velli undir lokin en hann vildi ekki tjá sig um atvikið.

„Hann er sonur minn, hann er sonur minn," sagði Emery einfaldlega.
Athugasemdir
banner
banner