Unai Emery var að vonum ánægður eftir 1-0 sigur Aston Villa gegn Fenerbahce í Evrópudeildinni í kvöld. Sigurinn tryggði liðinu sæti í 16-liða úrslitum.
„Fyrri hálfleikurinn var stórkostlegur, við stjórnuðum leiknum með og án bolta. Vorum þéttir í vörninni. Skoruðum, fengum færi og fengum ekki mörg færi á okkur," sagði Emery.
„Við fengum færi í byrjun seinni hálfleik til að skora annað mark. Þeir fengu líka færi til að skora."
Tyrone Mings spilaði sinn fyrsta leik eftir tveggja mánaða fjarveru en hann var með fyrirliðabandið í kvöld.
„Hann er góður leikmaður og við þurftum á honum að halda. Hann þurfti að sýna sig eftir tveggja mánaða fjarveru og hann gerði það," sagði Emery.
Emery öskraði á Yuri Tielemans þegar hann tók miðjumanninn af velli undir lokin en hann vildi ekki tjá sig um atvikið.
„Hann er sonur minn, hann er sonur minn," sagði Emery einfaldlega.
Athugasemdir



