Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
   fös 02. janúar 2026 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Stórleikir næstu kvöld
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það var ekkert jólafrí í ítalska boltanum í ár þar sem jólin og áramótin voru haldin hátíðleg í miðri viku. Leikmenn mæta því aftur til leiks um helgina eftir að hafa lagt sig alla fram í leiki síðustu helgar.

18. umferð ítalska deildartímabilsins hefst í kvöld þegar toppbaráttulið AC Milan heimsækir Cagliari sem er í neðri hlutanum. Lærisveinar Max Allegri hjá Milan sitja í öðru sæti, einu stigi á eftir toppliði Inter sem eru jafnframt nágrannar og erkifjendur félagsins.

Það er því mikið undir fyrir Milan í kvöld en liðið hefur verið að glíma við mikil meiðslavandræði í sóknarlínunni að undanförnu. Niclas Füllkrug virðist vera á leið til félagsins frá West Ham en verður ekki kominn í tæka tíð fyrir upphafsflautið í Sardiníu. Christopher Nkunku er þá að glíma við meiðsli alveg eins og Santiago Giménez. Christian Pulisic og Rafael Leao eru tæpir.

Lærlingar Cesc Fábregas í liði Como taka á móti Udinese í hádegisleiknum á morgun en fimm stig skilja liðin að í efri hluta deildarinnar. Como er í evrópusæti með 27 stig eftir 16 umferðir.

Mikael Egill Ellertsson og félagar í liði Genoa mæta til leiks gegn nýliðum Pisa á morgun áður en stórveldi Juventus, sem leikur nú undir stjórn Luciano Spalletti, tekur á móti Þóri Jóhanni Helgasyni og félögum frá Lecce.

Atalanta og Roma eigast að lokum við í stórleik laugardagsins. Þar mætir Gian Piero Gasperini aftur á leikvanginn í Bergamó í fyrsta sinn eftir að hafa skipt frá Atalanta síðasta sumar. Gasperini hafði þjálfað Atalanta í níu ár þegar hann hætti til að flytja til Rómar. Hann getur búist við góðum móttökum frá stuðningsfólki Atalanta.

Roma er aðeins þremur stigum frá toppsætinu í Serie A, ellefu stigum fyrir ofan Atalanta.

Maurizio Sarri og lærlingar hans í Lazio eiga svo leik við Ítalíumeistara Napoli í hádeginu á sunnudag en Taty Castellanos verður ekki með þar sem hann er að ljúka félagaskiptum til West Ham. Þar má búast við gríðarlega spennandi slag þó að tíu stig skilji á milli liðanna á stöðutöflunni.

Napoli er tveimur stigum frá toppsætinu á meðan Lazio er að berjast um evrópusæti.

Albert Guðmundsson og félagar í botnliði Fiorentina verða að leggja nýliða Cremonese að velli á sunnudaginn, áður en topplið Inter spilar við Bologna í öðrum stórleik.

Það eru aðeins tvær vikur liðnar síðan Inter og Bologna mættust síðast. Bologna hafði þá betur eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitaleik ítalska ofurbikarsins skömmu fyrir jól.

Föstudagur
19:45 Cagliari - Milan

Laugardagur
11:30 Como - Udinese
14:00 Sassuolo - Parma
14:00 Genoa - Pisa
17:00 Juventus - Lecce
19:45 Atalanta - Roma

Sunnudagur
11:30 Lazio - Napoli
14:00 Fiorentina - Cremonese
17:00 Verona - Torino
19:45 Inter - Bologna
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 16 12 0 4 35 14 +21 36
2 Milan 16 10 5 1 27 13 +14 35
3 Napoli 16 11 1 4 24 13 +11 34
4 Roma 17 11 0 6 20 11 +9 33
5 Juventus 17 9 5 3 23 15 +8 32
6 Como 16 7 6 3 22 12 +10 27
7 Bologna 16 7 5 4 24 14 +10 26
8 Lazio 17 6 6 5 18 12 +6 24
9 Sassuolo 17 6 4 7 22 21 +1 22
10 Atalanta 17 5 7 5 20 19 +1 22
11 Udinese 17 6 4 7 18 28 -10 22
12 Cremonese 17 5 6 6 18 20 -2 21
13 Torino 17 5 5 7 17 28 -11 20
14 Cagliari 17 4 6 7 19 24 -5 18
15 Parma 16 4 5 7 11 18 -7 17
16 Lecce 16 4 4 8 11 22 -11 16
17 Genoa 17 3 5 9 17 27 -10 14
18 Verona 16 2 6 8 13 25 -12 12
19 Pisa 17 1 8 8 12 24 -12 11
20 Fiorentina 17 1 6 10 17 28 -11 9
Athugasemdir
banner
banner