Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 02. mars 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Deulofeu líklega ekki meira með á tímabilinu
Deulofeu var borinn af velli.
Deulofeu var borinn af velli.
Mynd: Getty Images
Líklegt er að Gerard Deulofeu, kantmaður Watford, komi ekki meira við sögu á þessu tímabili vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í 3-0 sigrinum á Liverpool á laugardag.

Deulofeu missteig sig illa um miðjan fyrri hálfleikinn og þurfti að bera hann af velli.

„Eftir að hann gekkst undir skoðun þá kom það í ljós að hann verður líklega ekki meira með á tímabilinu," sagði Nigel Pearson í samtali við Sky Sports.

Deulofeu er 25 ára og hefur verið á mála hjá Watford frá 2018. Hann er uppalinn hjá Barcelona.

Watford er eftir sigurinn á Liverpool í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með jafnmörg stig og Bournemouth sem er í 18. sætinu.
Athugasemdir
banner